Verkefnin

Smíðagarpar er framsækið fyrirtæki sem leitast eingöngu við að veita topp þjónustu við viðskiptavininn. Mannauður félagsins hefur starfað í áratugi við fjölbreytt smíðaverkefni og uppsteypun.

Áreiðanleiki og reynsla

Öryggi og verkvit

Frábær og hröð þjónusta

Þegar þú vilt vandað verk!

2023 – Stækkun Urriðaholtsskóla

Uppsláttur á sökklum og plötu. Steypuvinna. Uppsláttur á veggjum. Hurða og gluggamót. Undirsláttur plötu. Verk í vinnslu og fleiri verkþættir verða uppfærðir.

  • Undirstöður og sökklar
  • Uppsláttur
  • Steypa undirstöðum og sökklum
  • Smíði á hurða og gluggamótum
  • Uppsláttur stiga milli hæða
  • Fleiri verkþættir væntanlegir

2022 – Ísetning glugga Sunnusmára

Ísetning á frágangur á gluggum í hundruði íbúða í Sunnusmára, Kópavogi. Borðafrágangur og kíttun.

  • Gluggar og hurðir
  • Borðakerfi
  • Kíttun

2022 – Brú yfir Hverfisfljót

Smíðagarpar gengu inn í þetta verkefni eftir að stöpplar voru komnir og kláruðu verkið. Forsteyptar einingar fyrir brúardekk híft á stöppla. Allur undirbúningur fyrir brúardekk. Frágangur og handriði.

  • Smíðavinna í kringum legur
  • Undirbúningur fyrir brúardekk
  • Suðuskálar smíðaðir fyrir bita
  • Frágangur
  • Handriði

2022 – Brú yfir Núpsvötn

Þrifalag og undirstöður. Uppsláttur undir brúarstöppla. Steypa á stöpplum. Brúardekk smíðað með knektum. Frásláttur og uppsetning handriða.

  • Lengd brúar 138m
  • Uppsláttur
  • Steypa á stöpplum
  • Brúardekk smíðað og styrkt
  • Uppsetning handriða
  • Uppsetning á vinnubúðum

2021 – Brú yfir Sólheimasand

Þrifalag og undirstöður. Uppsláttur undir brúarstöppla. Steypa á stöpplum. Brúardekk smíðað með knektum. Frásláttur og uppsetning handriða.

  • Lengd brúar 165m
  • Uppsláttur
  • Steypa á stöpplum
  • Brúardekk smíðað og styrkt
  • Uppsetning handriða

2020 – Mörkin 8, síðari áfangi

Öll uppsteypun kláruð. Þak smíðað og klætt. Ísetning á gluggum og hurðum. Hús klætt og skilað fokheltu.

  • Steypa
  • Þaksmíði
  • Gluggar og hurðir
  • Einangrun
  • Klæðning

2019 – Mörkin 8, fyrri áfangi

Uppsláttur á sökklum og plötu. Öll járnabinding. Hurða og gluggamót smíðuð í mót. Upplsáttur á veggjum og steypa. Undirsláttur á plötu milli hæða og steypa.

  • Sökklar og plata
  • Járnabinding
  • Hurða og gluggamót
  • Veggir og undirsláttur fyrir plötu milli hæða
  • Steypa

Ég hef unnið með Sigga hjá Smíðagörpum í mörgum verkum og ávallt fengið toppþjónustu. Ekki spillir fyrir að þeir eru öskufljótir.

Nákvæm og vönduð vinnubrögð hjá Smíðagörpum, öll samskipti til fyrirmyndar. Mæli hiklaust með þeim!

Ef einhver er að leita að verktaka, þá mæli ég hiklaust með Smíðagörpum. 
Vandvirkir, áreiðanlegir og sanngjarnir.